top of page

Textagerð og textavinnsla

Þýðum og staðfærum texta af ensku á íslensku og af íslensku á ensku fyrir vefsíður og Facebook-

síður, auglýsingar, upplýsingaefni og kynningarefni, matseðla, verðlista, þjónustukannanir, eyðublöð,

vottorð, skírteini, skýrslur o.fl.

Þýðing er sú framkvæmd að þýða merkingu orða eða texta af einu tungumáli (frumtexti) yfir

á annað (marktexti) þannig að merkingin komist til skila.

 

Þýðandi er sá sérfræðingur eða kunnáttumaður sem starfar við að þýða af einu tungumáli yfir á annað.

 

Það er brýnt að merking orðanna komist til skila eins og til er ætlast og að lesandinn þurfi

ekki að giska á merkinguna, sama hvers konar texta er um að ræða.

 

Lítil þýðingarvilla getur valdið miklum misskilningi hvort sem um er að ræða texta á blaði, í bók eða á skjá.

 

Tattú með rangt þýddum texta getur t.d. verið afar óheppilegt.

 

Samhengi skilur oft á milli réttrar og rangrar þýðingar: málvísindalegt samhengi, félagslegt eða talmáls-samhengi og einstaklingsbundið eða persónulegt samhengi.

 

Að skilja þetta samhengi skilur á milli þýðenda af holdi og blóði og þýðingarvéla, eins og Google Translate. 

 

Staðfæring texta er sú aðgerð að aðlaga marktexta, sem hefur verið þýddur úr frumtexta, að

ákveðnu landi, landssvæði, menningu eða venjum.

 

Sem dæmi þarf að huga að málnotkun og málsniði, gjaldmiðlum, tímasvæði, frídögum og stjórnsýslu.

 

Við aðstoðum þig við þýðingar og staðfæringar.

 

Vönduð vinna og sanngjarnt verð.

 

Hafðu samband!

Til fróðleiks

 

  • Talið er að um 7.000 tungumál séu töluð í heiminum um þessar mundir en um helmingur mannkyns talar um 23 tungumál.

  • Kínverska er töluð af um 1.3 milljarði manna og spænsku tala um 44o milljónir.

  • Enska er þriðja mest talaða tungumálið sem um 390 milljónir manna tala.

 

Þýðingarsetur Háskóla Íslands stóð fyrir gerð sjónvarpsþáttar í samvinnu við Bandalag þýðenda og túlka um störf og viðfangsefni þýðenda á Íslandi á nýrri öld.

 

Þátturinn Þjóðin og þýðingarnar var sýndur í Sjónvarpinu 17. júní 2005 og er aðgengilegur á YouTube-síðu Láru Hönnu Einarsdóttur.

bottom of page