top of page
Merki Textalands - Textaland logo
Velkomin | Textaland
Þýðingar | Textaland
Prófarkalestur | Textaland
Textagerð | Textaland

PRÓFARKALESTUR OG YFIRLESTUR

Lokaverkefni háskólanema í grunn-, framhalds- og meistaranámi, skáldsögur, ævisögur og barnabækur, blöð og bæklingar, skýrslur, vefsíður, auglýsingar og markaðsefni og upplýsinga- og kynningarefni er meðal þess sem við lesum reglulega yfir.

Einnig viðskiptaáætlanir, umsóknir um styrki, handrit, matseðla, verðlista, boðskort, glærukynningar o.fl.

Aðstoðum einnig við gerð ferilskráa, kynningarbréfa og atvinnuumsókna.

Akrafjall - Hvalfjarðarsveit - Akranes, Iceland - Mynd: Gben, Shutterstock
Við Rauðasand í Vestur-Barðastrandarsýslu, Iceland - Mynd: Arnar Óðinn Arnþórsson

TEXTAGERÐ OG TEXTAVINNSLA

Skrifum og vinnum skýran, gagnorðan og vandaðan texta fyrir auglýsingar, markaðsefni og vefsíður sem og fréttir og fréttatilkynningar.

Bjóðum einnig upp á umskrift og endurskrift og gerð atriðisorðaskráa og útdrátta fyrir bækur, skýrslur o.fl.

Red phone box - Big Ben - Elizabeth Tower - Palace of Westminster - London - England. Mynd: Arnar Óðinn Arnþórsson.

ÞÝÐINGAR OG STAÐFÆRINGAR

Þýðum og staðfærum af ensku á íslensku.

Meðal verkefna okkar eru skjátextun sjónvarpsþátta og kvikmynda og þýðingar á markaðs- og kynningarefni fyrir nokkrar stærstu alþjóðlegu efnisveiturnar/streymisveiturnar og þýðingarþjónusturnar.

Þýðum einnig margs konar texta fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Íslandi.

Umsagnir | Textaland

NOKKRAR UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA

Steypustöðin logo

Við hjá Steypustöðinni leitum til Arnars hjá Textalandi til að lesa yfir prófarkir af sölu- og markaðsefni, leiðbeiningum og textum á heimasíðu Steypustöðvarinnar. Við fáum ávallt framúrskarandi þjónustu og hröð vinnubrögð frá Arnari og það er gott að vinna með honum.

Viktor Sigurjónsson | markaðsstjóri

VIÐ ERUM TEXTALAND

Við erum Textaland
Arnar Óðinn Arnþórsson - Mynd: Kristján Gauti Karlsson

ARNAR ÓÐINN ARNÞÓRSSON

Arnar hefur skrifað og unnið með texta til opinberrar birtingar síðan 2006. Áður en hann stofnaði Textaland starfaði hann m.a. sem skjalastjóri og sérfræðingur hjá Norðuráli, deildarstjóri hjá Bókasafni Kópavogs og fulltrúi hjá Neytendastofu og Samkeppnisstofnun (nú Samkeppniseftirlitið),

Einnig stundaði Arnar starfsnám hjá Safnadeild RÚV og upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis. Lokaverkefni hans til B.A. prófs heitir Skagablaðið: Efnisskrá um bæjarlíf á Akranesi ágúst - október 1984. Í dag starfar hann sem sérfræðingur í skráningu á tónlist og rafrænu efni á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.

 

Í frístundum nýtur Arnar stunda með fjölskyldu og vinum. Hann hlustar á tónlist, sækir tónleika og leikur á trommur og slagverk á dansleikjum og tónleikum. Hann fylgist með fótbolta og körfubolta, er einn af aðstandendum ÍATV og var um tíma myndatökumaður í lausamennsku hjá RÚV.

Álfur - Mynd: Arnar Óðinn Arnþórsson

ÁLFUR (2009-2022)

Álfur hafði loppu í bagga þegar kom að mannauðsstjórn og gæðaeftirliti. Hann gætti þess sérstaklega að ekkert verk væri unnið á fastandi maga og um leið að hann sjálfur væri aldrei svangur.

 

Einnig lagði Álfur mikla áherslu á að allir væru útsofnir og vel upplagðir fyrir verkefni dagsins. Þetta gerði hann með því að ganga úr skugga um að allir væru sofnaðir með því að vekja þá. Álfur sýndi gott fordæmi þegar kom að hvíld og afslöppun milli verkefna.

 

Enn fremur fannst Álfi miklu skipta að verðlauna mannauðinn fyrir vel unnin verk með ýmis konar ætilegum kræsingum, aðallega harðfiski. Hann tók þá að sér það fórnfúsa verkefni að gæðaprófa, og oftar en ekki ljúka við að borða hið herta góðgæti áður en aðrir fengu tækifæri til að leggja það sér til munns.

HALLA SIGRÍÐUR BRAGADÓTTIR

Halla hefur sinnt fjölbreyttum störfum m.a. hjá LandspítalanumOrkuveitunni, Símanum og hjá Ritara ehf.

 

Halla starfaði fyrir nemendafélagið Katalogos á námsárum sínum í Háskóla Íslands. Þar var hún vefstjóri, ritari og formaður um tíma.

 

Halla er með B.A. próf í bókasafns- og upplýsingafræði og hefur einnig lokið einkaþjálfaraprófi í Einkaþjálfaraskóla World Class.

 

Í frístundum nýtur Halla þess að vera með fjölskyldunni, ferðast um landið og dunda sér í eldhúsinu. Einnig leggur hún stund á hreyfingu, útivist og handavinnu.

Halla Sigríður Bragadóttir - Mynd: Kristján Gauti Karlsson

Textaland hóf starfsemi 2017 og veitir ýmis konar þjónustu á sviði ritaðs máls, t.d. þýðingar og staðfæringar, prófarkalestur og yfirlestur og textagerð og textavinnslu.

 

Textaland eru Arnar Óðinn Arnþórsson og Halla Sigríður Bragadóttir upplýsingafræðingar. Bæði hafa þau fjölbreytta reynslu af atvinnulífinu. Af fyrri vinnustöðum þeirra má nefna Norðurál, Bókasafn Kópavogs, Neytendastofu, Landspítalann, Orkuveitu Reykjavíkur og Símann.

Merki Textalands - Textaland logo

UM TEXTALAND

Hlutverk og stefna | Textaland

HLUTVERK

Textaland veitir einstaklingum, háskólanemum, félagasamtökum, sveitarfélögum, stofnununum og fyrirtækjum faglega, fjölbreytta og persónulega þjónustu á sviði ritaðs máls, svo sem þýðinga, yfirlesturs og textagerðar.

GÆÐASTEFNA

Textaland hefur að markmiði að uppfylla kröfur og óskir viðskiptavina og samstarfsaðila um fagleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð þar sem hvert orð skiptir máli. Verkefnum skal skilað í bestu mögulegu gæðum, á umsömdum tíma og fyrir sanngjarnt verð.

ÖRYGGISSTEFNA

Textaland leggur áherslu á trúnað við viðskiptavini og gætir fyllsta öryggis við meðferð verkefna, skjala og upplýsinga sem okkur er treyst fyrir og gætir þess að lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sé framfylgt.

UMHVERFISSTEFNA

Textaland leitast við að nota umhverfisvænar vörur, þ.m.t. Svansvottaðan pappír, prenthylki og raftæki og gætir þess að endurnýta og flokka á ábyrgan hátt.

Hafðu samband | Textaland

Þú getur sent okkur tölvupóst hér eða notað arnar hjá textaland.is.

Takk fyrir sendinguna. Við höfum samband eins fljótt og auðið er!

bottom of page